Verðmat minni fyrirtækja og Eigendahagnaður
Þegar kemur að því að kaupa eða selja fyrirtæki er verðmat aðila á fyrirtækjum eða rekstrareiningum oft stærsta bitbeinið. Þó ótrúlegt sé þá er það líka oft þannig að verðmat og verðlagning smærri og meðalstórra fyrirtækja getur verið tímafrekari og flóknari smíð heldur en fyrir stærri félög.
Þegar kemur að því að kaupa eða selja fyrirtæki er verðmat aðila á fyrirtækjum eða rekstrareiningum oft stærsta bitbeinið. Þó ótrúlegt sé þá er það líka oft þannig að verðmat og verðlagning smærri og meðalstórra fyrirtækja getur verið tímafrekari og flóknari smíð heldur en fyrir stærri félög.
Fyrir stöndug rekstrarfélög, félög eða rekstrareiningar með mikla veltu er oft hægt að geta sér til um verðmæti með því að horfa á EBITDA, sjóðstreymi, tekjumargfaldara, eða eignir mínus skuldir. En þegar kemur að minni rekstrareiningum þá vill oft blandast inn í hlutir sem eigandi minni fyrirtækja tiltekur inn í verðmat sem ekki gætir við á stærri stöðum. Þannig vill oftast blandast inn í verðmatið persónulegur kostnaður eigenda eða annað sem yrði ekki hluti af samtalinu ef um stærra fyrirtæki væri að ræða.
Dæmi
Óli er með skiltagerð sem veltir 75 milljónum. Það eru 5m í EBITDA sem er 6,67% EBITDA framlegð og iðnaður með margfaldra upp á 5-7x. Því ætti fyrirtækið að geta sagst vera lauslega metið á 25-35 milljónir.
Óli eigandi er hinsvegar framkvæmdastjóri félagsins og borgar sér 2 milljónir á mánuði eða um 24m á ári. Í ofanálag hefur hann aðgang að bíl í gegnum reksturinn og það er hluti af starfskjörum að reksturinn greiðir fyrir net og síma, árshátíðarferð erlendis og eflaust eitthvað fleira tilfallandi sem fylgir því að vera í eigin rekstri. Lauslega talið má því geta sér til um að litli reksturinn hans Óla skili honum í kringum 25-30m í vasann á ári og þá á eftir að taka tillit til afkomu úr rekstrinum, t.d. arðgreiðslna.
Því kann það að koma spánskt fyrir sjónir að kaupandi horfi á rekstur með 5m EBITDA og verðmeti félagið á 25m á meðan það er það sem Óli er að taka út úr rekstrinum árlega með því að vera lykilstarfsmaður og eigin herra.
Það er engin ein leið til að segja hvað er rétt hverju sinni en oft á tíðum vill það gleymast að í minni rekstrareiningum er þunn lína á milli heimilisbókhalds og rekstrarbókhalds. Þetta vill oft gera söluna torveldari en ella. Erlendis þekkist til dæmis að í stað EBITDA margfaldara hafi verið tekið tillit til 2-3x tekna eigendahagnaðs.
Það má því segja að samtalið um hvernig kaupin gerast á eyrinni hjá þeim minni séu oft ekkert minna flóknari en við kaup á stærri fyrirtækjum.