Persónuverndarstefna Kennitalan

Velkomin til Kennitalan. Okkur er umhugað um persónuvernd og við viljum að þú vitir hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar um þig. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi persónuverndarstefnu okkar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið kennitalan@kennitalan.is

Stefnan er aðgengileg á vefsíðunni kennitalan.is. Þér er bent á stefnuna við lestur almennra notkunarskilmála og þú ert beðin(n) um að staðfesta lestur hennar þegar þú sækir um þjónustu frá okkur.

Ábyrgðaraðili

Kennitalan er þjónustuvefur hugbúnaðarfyrirtæksins Revol ehf., kt. 410223-1550, Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnes (“Kennitalan” eða “við”) leggur sig fram við að hlíta lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd er okkur mikilvæg og gætum við fyllstu varúðar í meðhöndlun á upplýsingum um viðskiptavini.

Hvaða upplýsingum söfnum við, hvernig og í hvaða tilgangi?

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um einstakling sem gera mögulegt að persónugreina hann, beint eða óbeint. Við notum persónuupplýsingar alla jafna í þeim tilgangi að virkja aðgang þinn að vefsíðum okkar og senda þér reikning fyrir keyptri þjónustu. Þá kunnum við að nota tengiliðaupplýsingar þínar til þess að senda þér markaðsefni eða tilkynningar, sem tengjast þjónustunni sem þú kaupir hjá okkur og loks til að gæta lögmætra hagsmuna okkar, t.d. til þess að koma í veg fyrir sviksamleg atvik og ólögmæta háttsemi.

Við söfnum eftirfarandi persónuupplýsingum um alla notendur;
  • Við notum Google Analytics, Facebook Pixel og Ycode til að safna tæknilegum gögnum. Þegar þú heimsækir vefsíður okkar þá söfnum við gögnum sjálfkrafa sem fela í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, auðkenni tölvunnar og tölvukerfi. Einnig eru skráðar upplýsingar um að þú tengist vefsíðunni okkar í gegnum hlekk og þá af hvaða vefsíðu, hvernig þú notar vefsíðuna, tíma og dagsetningu heimsóknar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum, auk upplýsinga um kaup á þjónustu. Slíkum upplýsingum kann að vera safnað með notkun vefkafa (e. cookies). Nánari upplýsingar um vefkökur má finna hér að neðan.

Við söfnum eftirfarandi persónuupplýsingum aðeins frá skráðum notendum á Kennitalan.
  • Við notum þjónustu Ycode til þess að halda utan um notendaupplýsingar s.s. nafn og tölvupóstfang, sími, kennitala, lýsing og fleira. Þetta gerum við til þess að halda utan um skráðan aðgang þinn og til að greiða fyrir samskiptum milli notanda og Kennitalan.

  • Við óskum eftir og höldum skrá yfir kennitölur þeirra sem kaupa af okkur þjónustu. Þetta gerum við til þess að geta sent reikninga með áskriftarleið Askell.is þegar þú kaupir af okkur þjónustu.

  • Við varðveitum upplýsingar um fyrirtæki, rekstur og vefsvæði sem þú skráir til sölu á vefsíðu okkar.

Hvaðan fáum við upplýsingarnar?

Að jafnaði fáum við framangreindar upplýsingar beint frá þér. Í vissum tilfellum kunnum við að sækja frekari upplýsingar frá þriðja aðila, s.s. í opinberar skrár til staðfestingar á eignarhaldi, svo unnt sé að veita þá þjónustu sem þú óskar eftir og tryggja að notkun þjónustunnar sé í samræmi við notkunarskilmála.

Réttindi þín

Einstaklingar eiga rétt á því að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að tryggja réttindi þeirra. Helstu réttindi einstaklinga samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni eru eftirfarandi:

Upplýsingaréttur. Réttur til þess að fá upplýsingar um vinnsluna og um þann rétt sem þú átt samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni.

Aðgangsréttur. Réttur til þess að fá upplýsingar um það hvort verið sé að vinna með upplýsingar um þig og aðgangur að þeim upplýsingum, þ.á.m. réttur til að fá afrit af þeim upplýsingum.

Andmælaréttur. Réttur til að mótmæla því að persónuupplýsingar um þig séu notaðar í sérstökum tilgangi.

Flutningsréttur. Réttur til að flytja eigin gögn sem þú hefur sjálfur afhent ábyrgðaraðila, t.a.m. ef þú vilt endurnýta þau hjá annarri þjónustu eða ábyrgðaraðila.

Réttur til leiðréttingar og eyðingar. Réttur til að láta leiðrétta og eyða persónuupplýsingum um þig sem eru óáreiðanlegar eða rangar.

Réttur til að gleymast. Í vissum tilfellum átt þú rétt á því að öllum persónuupplýsingum sem við höfum að geyma um þig sé eytt, ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í ljósi upphaflegs tilgangs fyrir vinnslu.

Hversu lengi varðveitir Kennitalan persónuupplýsingar?

Kennitalan varðveitir persónuupplýsingar ekki lengur en þörf er á til að uppfylla þann tilgang sem söfnun þeirri byggði á, nema annað reynist nauðsynlegt til að uppfylla kröfur laga.

Öryggi persónuupplýsinga

Við viðhöfum viðeigandi öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar þínar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að upplýsingum er auk þess takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til og sem eru bundnir trúnaðarskuldbindingu.

Við vekjum athygli á að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, aldri og mynd, sem þú kýst að deila á almennum vettvangi.

Gildistími

Persónuverndarstefna Kennitalan gildir frá og með 12.06.2024 og til þess tíma sem ný persónuverndarstefna tekur gildi.