Kennitalan - Um okkur

Kennitalan er rekin af eigendum ‘Fyrirtæki til sölu/óskast’

Markmið okkar er að einfalda sölu- og kaupferli fyrirtækja, allt frá rekstri til kennitalna. Á Kennitalan.is er aukin upplýsingagjöf, öflugri leitarvirkni og einfaldara viðmót en finnst á Facebook.

Hugmyndin

Vöxtur Facebook hópsins ‘Fyrirtæki til sölu/óskast’ gaf til kynna að eftirspurnin fyrir vettvangi eins og Kennitalan.is væri nægileg til að taka hugmynd okkar á næsta þrep með þróun markaðstorgsins sem hér má sjá og nota. Hér var loksins hægt að laga og betrumbæta þjónustuna á máta sem Facebook einfaldlega býður ekki upp á, en síðan þá höfum við unnið hart að því að auðvelda fólki að selja og kaupa fyrirtæki á netinu.

Pyngjan

Pyngjan er hlaðvarp Arnars Þórs Ólafssonar og Ingva Þórs Georgssonar. Í Pyngjunni eru ársreikningar fyrirtækja teknir fyrir, skoðaðir og ræddir. Hlaðvarpið byrjaði sem tíu þátta sería um greiningu áhugaverðra fyrirtækja þar sem ‘pyngjur’ eigenda eru skoðaðar ásamt einfaldaðri greiningu á ársreikningum fyrirtækjanna sem þeir eiga.

Revol

Revol hugbúnaðarhús gerir hugmyndir að veruleika með því að forrita sérsmíðaðar lausnir fyrir fyrirtæki og frumkvöðla. Uppsetning hugbúnaðar, vöruþróun, og sérsniðuð forritun eru meðal þeirra þjónusta sem við bjóðum upp á.

Teymi

Arnar Þór Ólafsson Pyngjan
Ingvi Þór Georgsson Pyngjan
Tryggvi Páll Jakobsson Revol
Kristófer Melsted Revol
Patrik Snær Kristjánsson Revol

Fyrirtæki til sölu

Stærsti Facebook hópur Íslands þegar kemur að sölum og kaupum fyrirtækja!

Kennitalan

Einfaldasti staðurinn til að finna fyrirtæki til sölu, hafa samband við seljendur og fleira.

Spjallrás (kemur bráðlega)

Skráðu þig á spjall rás Kennitalan.is þar sem þú getur talað við, stofnendur Kennitalan og söluaðila.