Tilboð versus verð
Það er ekki óalgengt að sjá rekstur til sölu þar sem óskað er eftir tilboði. Þetta er ekkert einsdæmi í fyrirtækjasölu.
Það er ekki óalgengt að sjá rekstur til sölu þar sem óskað er eftir tilboði. Þetta er ekkert einsdæmi í fyrirtækjasölu. Flestir sem skoða fasteignir, bíla, notuð skrifborð eða hvað annað sem er í heiminum vita að hægt er að fleygja tilboðsmiðanum á það sem verið er að selja og sjá hvað kemur upp úr hattinum.
Fyrir undirritaðan þá er þetta hins vegar hinn mesti sóðaskapur því þegar kemur að fyrirtækjarekstri þá eru til fjölmargar leiðir til að verðmeta, leiða út verð eða fá nokkuð góða hugmynd um hvers virði það er sem verið er að selja. Að óska eftir tilboðum lengir einnig tímarammann við að selja og letur frekar áhugasama kaupendur um að gera tilboð. Því eru hér taldir upp kostir þess að vera alltaf með verðmiðann á hreinu.
Stjórn á verðmati
Með því að setja verð ákveður þú upphafspunkt viðræðna og forðast vanmat kaupenda á fyrirtækinu.
Sýnir sjálfstraust
Að setja verð sýnir að þú ert viss um verðmæti fyrirtækisins, sem eykur traust kaupenda.
Þú losnar við lágboðs tilboð
Að biðja um tilboð getur laðað að sér kaupendur með lág tilboð sem eru bara tímasóun.
Skilvirkt ferli
Að setja verð gerir samningaviðræður einfaldari og hraðari.
Því hvetjum við alla til að láta af þeim ósið að óska eftir tilboði og vera fremur með verðmiðann á hreinu.