Þumalputtareglur í verðlagningu
Verðmatsfræðin eru oft eins og veðurspáin. Það eru margir fræðingar með margar formúlur miklar pælingar en svo á endanum kemur oft allt önnur niðurstaða úr lofti heldur en í töflureikni.
Verðmatsfræðin eru oft eins og veðurspáin. Það eru margir fræðingar með margar formúlur miklar pælingar en svo á endanum kemur oft allt önnur niðurstaða úr lofti heldur en í töflureikni. Sjóðstreymisverðmat, EBIDTA margfaldari, tekjumargfaldari, eignir vs skuldir og svo mætti lengi telja. Það eru til fjölmargar formúlur en samt tekst mönnum alltaf að deila um hvað sé hin eina rétta. Fyrir litlar- til meðalstórar rekstrareiningar upp að 50m er oft farið fjallabaksleiðir við að finna út og reikna verðmætin og hér eru dæmi um nokkrar þumalputtareglur sem þekktar eru í kringum mismunandi iðnaði.
Tæknilausnir
SAAS fyrirtæki eins og Payday, Pardus og fleiri hér heima og erlendis eru oft metin á margfaldara við áskriftatekjur á ársgrundvelli (ARR). 3-10x er ekki óalgengt.
Smásala
Ein þekkt þumalputtaregla í smásölu er 1-2x árstekjur en fyrir verr rekin félög horfa mögulegir kaupendur oft í virði ákveðinna vörumerkja, umboða og stöðu lagers.
Veitingastaðir
Það dreymir nær alla um að stofna einhvern tíma á lífsleiðinni veitingastað en eins og við þekkjum úr tölfræðinni þá er talað um að um 9 af hverjum 10 fari á hausinn. Það eru nokkrar leiðir sem eru þekktar þegar kemur að veitingastöðum. T.d.
0,5x-1,5x árstekjur.
3-5x EBITDA
1,5x-3,5x eigendahagnaður (discretionary earnings)
Í sjávarútvegi
Upplausnarvirði aflaheimilda. Óefnislegar heimildir er oft á tíðum stærsta eign félaganna og því er beitt aðferð við að reikna út rétta eignastöðu miðað við verð heimilda hverju sinni og dregnar frá skuldir.
Miðlun
fjármálastarfsemi eða annarskonar starfsemi þar sem 1-5x bókfært eigið fé.
Fasteignir
Fermetraverð á svæðinu eða í sömu tegund húsnæðis (íbúð, lager, atvinnuhúsnæði) eða leigumargfaldarar. Til dæmis er oft horft í 150x mánaðartekjur fyrir íbúðir en 120x mánaðartekjur fyrir atvinnurými.
Dæmi. Ef þú ert með 300.000kr í leigutekjur þá er virði eignarinnar 36.milljónir.
Vefverslun
Ef það er komin rekstrarsaga eða töluverð velta er eðlilegt að horfa á sjóðstreymisverðmat eða líta í þekkta margfaldara eins og í EBITDA. Fyrir minni félög með litla sögu og litla veltu er það eignir (lager + önnur tæki) mínus skuldir.
Ef þú ert að hugsa um að kaupa eða selja og ekki viss hvar þinn rekstur stendur þá er frjálst að hafa samband og við reynum að aðstoða eftir fremsta megni. Einnig mælum við með hafsjó af sérfræðingum og fyrirtækjum sem við getum tengt þig við varðandi verðmat, pælingar um rekstur ogsfv.
Höfundur er eigandi Kennitalan.is og með blæti fyrir verðmati, kaupum og sölu fyrirtækja.