Hvernig kaupir maður netverslun?
Leiðarvísir fyrir íslenska frumkvöðla sem vilja kaupa, ekki puða við að byrja frá grunni.

Verslun á netinu heldur áfram að vaxa ár frá ári. Dropp, pósturinn, Górilla vöruhús, og fleiri fyrirtæki hafa stuðlað að því að rekstur netverslanna verður alltaf skilvirkari þar sem þú þarft ekki að eyða sama púðri í vöruhýsingu og dreifingu eins og þeir sem ætluðu sér að selja á netinu á árum áður.
Fyrir metnaðarfulla einstaklinga sem leita leiða til að hefja sjálfstæðan rekstur býður þessi þróun upp á ný tækifæri. En í stað þess að stofna fyrirtæki frá grunni, finna vörumerki erlendis og senda 100 tölvupósta á birgja víðsvegar um heiminn getur verið bæði skynsamlegt og hraðvirkara að kaupa netverslun sem er þegar í loftinu og fara svo í að bæta við nýju vöruúrvali.
Af hverju að kaupa í stað þess að stofna frá grunni?
Kaup á starfandi netverslun veita strax aðgang að:
Tekjustreymi: Viðskiptavinir eru þegar til staðar og pantanir sem koma inn eru að öllum líkindum tengdar við öll helstu kerfi, dreifingaraðila og netþjónustur svo þú sparar þér tíma við að setja allt saman upp sjálf/ur.
Ferlar: Þú erfir vöruframboð, vörumerki og viðskiptakerfi sem hafa verið prófuð og getur nýtt þér þá ferla sem eru fyrir en betrumbætt eftir eigin höfði.
Viðskiptavinagrunnur: Þú færð aðgang að gagnagrunni viðskiptavina sem treysta vörumerkinu. Í mörgum tilfellum liggja vefverslanir á tugum þúsunda netfanga fyrrum viðskiptavina og engin ákveðin stefna um að senda út póst mánaðarlega sem er ein ódýrasta og skilvirkasta markaðssetning sem þú getur farið í.
Birgjasambönd: Þú sleppur við að leita að framleiðendum og semja frá grunni heldur gengur inn í samninga við birgja sem oft á tíðum eru tregir til að skipa um söluaðila ef vel gengur og öll lán eða greiðslur eru í skilum.
Styttri námsferli: Þú getur byggt þekkingu þína á því sem seljandi hefur þegar lært og ert strax með yfirsýn yfir ákveðna vöruflokka, stærðir eða annað sem hefur áhrif á næstu pantanir af birgðum.
Hvaða tegundir netverslana getur maður keypt?
Dropshipping: Þar sem fyrirtækið heldur ekki birgðir heldur pantar beint frá birgja. Þetta er ekki jafn algengt hér á landi og erlendis en þó eru dæmi af aðilum sem hafa verið með samninga gegnum alibaba, aliexpress eða shopify plugins þar sem þú selur vöruna gegnum netið og þau senda af lager í Kína eða annarsstaðar frá um leið og greiðslan er farin í gegn
Private Label: Vörur framleiddar af þriðja aðila en seldar undir þínu eigin vörumerki. Þetta er algengara en þú heldur og stór hluti af íslenskum vörum eins og dýnum, rúmum, jakkafötum eða öðrum klæðnaði ber framandi íslenskt nafn en er svo bara nákvæmlega sama vara og einhvern önnur framleidd í sömu verksmiðju og annað private label í öðru landi
Heildsölu: Keyptar vörur frá heildsölum og endurseldar á netinu. Einhver dæmi eru um það að frumkvöðlar hafa keypt vörur af heildsölum sem eru ekki með sölu á netinu og komið þeim í stafrænt form.
Stakar sölusíður fyrir vörumerki. Algengasta form vefsölu þar sem einhver hefur sett upp sölusíðu undir vörumerki og selur bara á netinu.
Hver tegund hefur sína kosti og galla – og verðmatið endurspeglar áhættustigið og fjárfestingaþörfina.
Hvar finnur maður netverslun til sölu?
Flippa.com: Opinn markaður með mikinn fjölda smærri fyrirtækja. Enginn fókus á Íslandi en oft hægt að fá góðar hugmyndir um hvað virkar í öðrum löndum og mögulega hægt að útfæra hér.
Empire Flippers: Vandaðri síða með ítarlegri kröfum og hærri verðmiðum en hjá t.d. Flippa .
BizBuySell: Stærri fyrirtæki og stundum með samhliða staðbundinni starfsemi.
Kennitalan.is: Okkar eiginn vettvangur er orðinn sá stærsti hér á landi til að kaupa og selja fyrirtæki og er mikið úrval af vefverslunum til sölu, m.a. Barnafataverslanir, varahlutir í bíla, snyrtivörur, heilsuvörur ogsfv.
Bein nálgun: Hafa samband við eigendur sem ekki eru formlega að selja.
Hvernig metur maður gæði og verðmæti netverslunar?
Fjárhagsleg frammistaða: Skoðaðu tekjur, kostnað, arðsemi og vöxt yfir a.m.k. 12 mánuði.
Umferð á vefnum: Hvaðan kemur hún? Er hún “organic”, greidd, samfélagsmiðlar, eða blanda?
Vörulisti: Fjöldi SKU, best seldu vörur, tímabil, líftími og birgjasambönd.
Rekstrarferli: Pöntunarferli, þjónusta, markaðssetning, birgðahald og bókhald.
Markaðsstöðu: Samkeppni, vörumerkjavirði, verðlag og endurkaupa tíðni viðskiptavina.
Algengar aðferðir við verðmat
Margföldun hagnaðar (SDE): Flest fyrirtæki seljast á 2–4x árs hagnaði.
Eignagreining: Birgðir, hugverk, vefsíða, listi viðskiptavina. Hér eru birgðir taldar á kostnaðarverði (t.d. 10milljónir) og skuldir við eigenda oft dregnar frá (5milljónir) þar sem kaupverð er þá 5 milljónir
Markaðssamanburður: Hvað hafa sambærileg fyrirtæki verið að seljast á? Keldan liggur á lager af upplýsingum um verð og verðmat seldra fyrirtækja á íslandi.
DCF (núvirt sjóðstreymi): Notað við stærri eða vandaðri kaup.
Áreiðanleikakönnun (Due Diligence)
Fjárhagsgögn: Bankayfirlit, skattaskýrslur, bókhald, greiðslumiðlar.
Löglegt: Skjöl, samningar, vörumerki, höfundaréttur, samningar við birgja.
Rekstur: Hugbúnaður, pöntunarferli, þjónustukerfi, SEO gögn, markaðssetning.
Viðskiptavinir: Tíðni endurkaupa, gagnasöfn, viðhorf og umfjöllun á netinu.
Mistök sem kaupendur gera oft
Of lítil áreiðanleikakönnun.
Ofmat á eigin getu til að bæta reksturinn.
Vanmat á áhættu vegna einsleitrar umferðar.
Vantar aðgerðaráætlun eftir kaup.
Eyða öllu lausafé í kaupin – ekkert eftir fyrir markaðssetningu eða birgðir.
Lokahugsun
Kaup á netverslun getur verið fljótvirk og snjöll leið til að hefja rekstur eða fjárfesta. Með vandaðri greiningu, þolinmæði og skýrri aðgerðaráætlun er hægt að finna fyrirtæki sem skilar tekjum strax og býður upp á raunhæfan vaxtargrundvöll.
Viltu hefja ferðalagið?
Á Kennitalan.is finnur þú fjölbreytt úrval af fyrirtækjum til sölu – þar á meðal vaxandi netverslanir sem eru tilbúnar til afhendingar. Fáðu aðgang að öllum skráðum tækifærum, skoðaðu lykiltölur og spjallaðu við seljendur beint.
Við veitum fría ráðgjöf
Vantar þig aðstoð með að selja fyrirtæki?