Ekki henda hugmyndum
Forritarar, frumkvöðlar og fleiri atorkusamir hugvitsmenn fara oft af stað með litlar hugmyndir og láta þær verða að veruleika. Hæfileikinn til að skapa býr í okkur öllum og draumsýnin ber hugmyndirnar oft lengra en þær komast í hinum stóra heimi.
Forritarar, frumkvöðlar og fleiri atorkusamir hugvitsmenn fara oft af stað með litlar hugmyndir og láta þær verða að veruleika. Hæfileikinn til að skapa býr í okkur öllum og draumsýnin ber hugmyndirnar oft lengra en þær komast í hinum stóra heimi. Hver þekkir ekki að sjá fyrir sér hvernig “besta hugmynd í heimi” sem maður fær í útlöndum eða annars staðar verði skyndilega orðin að rekstri sem skilar manni 100 milljónum á ári. Hoppukastallinn á ströndinni á Tenerife sem sárvantar í Hamraborgina.
Svo þegar kemur að því að framkvæma hugmyndina þá falla plönin oft um sjálf sig. Markaðurinn fyrir hugmyndina var minni en maður hafði ráðgert, lítil þekking á markaðssetningu olli því að enginn vissi af þessu, engin leyfi frá Kópavogsbæ og svo mætti lengi telja.
Og hvatvísi frumkvöðullinn er kominn með aðra og betri “Besta hugmynd í heimi”. Því er oft tekið það ráð að henda bara hinu í ruslið og halda áfram. Sem hvatvís, atorkusamur hugvitsmaður þá þekki ég þetta vel. Taka mistökin á kassann, læra af þeim og vaða í næsta verk. En reynslan hefur líka kennt okkur að eins manns hugmynd getur orðið annars manns brask. Því hvetjum við alla til að hugsa út í það að sama hvað þú telur að það sem þú hefur sé verðlaust í þínum höndum þá gæti hugmyndin átt sér annað líf í augum annarra. Því imprum við fyrir öllum frumkvöðlum, ekki henda vinnunni. Reyndu allavega fyrst að selja hana á Kennitalan.is