Að selja sjálfur eða fá aðstoð
Það er þekkt vandamál þegar kemur að því að kaupa eða selja rekstur hvort maður eigi að leita sér aðstoðar eða stinga höfðinu á undan sér og hlaupa af stað sjálfur.
Það er þekkt vandamál þegar kemur að því að kaupa eða selja rekstur hvort maður eigi að leita sér aðstoðar eða stinga höfðinu á undan sér og hlaupa af stað sjálfur. Í þessum pistli er farið yfir helstu skrefin við að selja fyrirtæki og hvað beri að hafa í huga og hvar sé best að gæta að eigin hagsmunum og fá sérfræðinga til að vera sér innan handar.
Upplýsingar um fyrirtækið
Fyrsta skrefið er að taka saman helstu upplýsingar um það sem er verið að selja. Starfsemi, aldur, sögu fyrirtækisins og hverjir eru eigendur. Því næst skal taka saman fjárhagsupplýsingar sem draga saman helstu myndina af því hvernig rekstur fyrirtækisins gengur, söguleg gögn og smá upplýsingar um hvað framtíðin ber í skauti sér (tækifæri til vaxtar, hagræðingar ogsfv.) Öllu jafna eru þetta upplýsingar sem eigendur eða lykilstarfsmenn geta tekið sjálf saman en þó er oft mælt með að fá utanaðkomandi aðila til að yfirfara gögn og aðstoða með að gera kynningu.
Verðmat
Verðmat fyrirtækja eru flókin fræði eins og hefur verið farið yfir í öðrum pistlum á síðunni og því mælum við helst með því að hér sé vel gætt að því hvernig staðið er að hlutunum. Einn lykilkostur fyrir því að sækja aðstoð utanaðkomandi við verðmat er trúverðugleiki og traust gagnvart mögulegum kaupendum. Ef hægt er að vísa í að verðmatið eða verðlagning sé að frumkvæði þriðja aðila þá er hægt að leggja meira mat á að það sé unnið af heilindum.
Samningstímabil
Það er í eðli flestra að hugsa sér að taki enga stund. Menn lesi lýsingu, sjái verð, geri tilboð og kviss bamm búmm. Staðan er hinsvegar allt önnur. Það getur fjöldi spurninga flogið á milli aðila, fundir geta tafist um viku eða vikur og mikill fjöldi funda skilar á endanum engu. Gróflega áætlað má reikna með að kaup og sala á fyrirtækjum taki að minnsta kosti 3 mánuði þó það sé bara um litlar rekstrareiningar að ræða. Hér getur því oft verið mikill kostur að úthýsa vinnu til fyrirtækjasala eða miðlara sem sinna samskiptum, taka fundi og miðla svo upplýsingum manna á milli.
Kaupsamningsgerð
Þegar menn hafa náð saman um kaup og kjör munnlega er oft næsta skref að fara í að gera kauptilboð eða kaupsamning. Undirritaðir mæla hiklaust með að lögfræðingur sé báðum aðilum innan handar enda geta oft reynst ótrúlegir djöflar í smáu letri í kaupsamning. Kaupsamningsgerðin er öllu jafna ekki tímafrekur partur en getur skipt sköpum upp á lokaverðmæti, ákvæði og annað sem raungerast síðar.
Áreiðanleikakönnun
Einn óvæntasti fylgihlutur kaup og sölu er áreiðanleikakönnun sem iðulega fer fram sem fyrirvari í kauptilboði. Í slíku ferli er óskað eftir að seljandi láti af hendi öll skattaleg fylgigögn og gögn úr bókhaldi fyrir endurskoðanda kaupenda til að rýna. Tekur um 2-4 vikur en getur verið lengri tími ef illa tekst til að fá send öll gögn.
Afhending
Afhending á einingum eða ævirekstri getur verið sérstakur tímapunktur sem þó innifelur í sér tímabil þar sem seljandi er til taks að svara spurningum eða vera kaupanda innan handar við yfirtöku á rekstrinum. Yfirleitt er samið um tímabil, fjölda tíma eða annað sem seljandi er til taks.
Með því að nota Kennitalan.is ertu með öll tólin til að selja sjálfur en við mælum líka með því að þó þú ætlir að selja sjálfur, gera kynningu ogsfv. Þá sé alltaf sótt í aðstoð sérfræðinga eftir þörfum. Til að mynda við verðmat eða kaupsamningsgerð.