Kennitalan - Ört vaxandi markaðstorg í ferðaþjónustu

Stofnaðu aðgang

Fáðu frekari upplýsingar um fyrirtæki í sölu á Kenntalan.is

Byrjaðu hér
20/6/2024

Ört vaxandi markaðstorg í ferðaþjónustu

Höfuðborgarsvæðið
Um er að ræða ört vaxandi markaðstorg og tímarit í ferðaþjónustu sem endurselur þjónustu tugi ferðaþjónustufyrirtækja.

Lýsing

Um er að ræða sambland af tímariti og markaðstorgi þar sem ferðamenn geta bókað ferðir og farartæki frá rúmlega 40 íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Vefurinn fór fyrst í loftið fyrir 12 árum síðan en fyrst var stofnað fyrirtæki um reksturinn í ágúst 2023 þegar ljós var að tekjur voru mun meiri en búist var við. Áður var vefurinn rekinn á kennitölu eiganda.

Velta samstarfsaðila í gegnum vefinn var 105 milljónir króna árið 2023. Bókunarþóknun er 5% og voru því tekjur rétt rúmlega 5 milljónir króna. Tekjuaukning á fyrri helmingi ársins nemur um 20% þegar þetta er skrifað, en allar tekjur fyrir fyrri hluta ársins eru ekki komnar í hús.

Á fyrri helming ársins jókst umferðin á vefinn um 286% sé miðað við sama tímabil á árinu 2023.


Aukningin stafar fyrst og fremst af því að vefurinn hefur styrkst mjög á leitarvélum og sterkara vörumerki sem ferðafólk sem er að kynna sér ferðamöguleika á Íslandi er farið að þekkja.

Aukning eftir tegund umferðar:
Umferð frá leitarvélum (organic search traffic): 310%
Direct traffic: 259%
Paid Search á Google (auglýsingar): 128%
Umferð tölvupóstum (3000 áskrifendur á póstlista): 341%
Referal (umferð frá öðrum vefjum): 437%

Ekki nauðsynlegt að kaupa fyrirtækið, líka hægt að kaupa vefsvæðið og lénið.


Árleg Velta

100.000.000+

Atvinnuflokkur

Ferðaþjónusta

Teymi / Starfsmenn

0 - 1

Stofnað

27.8.2023


Ástæða fyrir sölu

Vefurinn hefur verið rekinn í frístundum eiganda, um kvöld og helgar. Ljóst er að mikil sóknarfæri eru til staðar, til dæmis með sölu á dagsferðum þar sem bókunarþóknun er allt að 30% Það er ekki gert í dag, enda myndi slíkt krefjast þjónustu við kaupendur. Einnig er hægt að stórbæta stöðu vefsins á leitarvélum með örari útgáfu á efni. Ennfremur má markaðssetja vefinn mun betur á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram og Tik-Tok.


Verðhugmynd

Verð í krónum kr.

Fylgigögn

Ört vaxandi markaðstorg í ferðaþjónustu

Seljandi
Nafn seljanda
Netfang Netfang seljanda
Sími Sími seljanda
Skráð í sölu Skráð í sölu