Luxwedding ehf.
Lýsing
Luxwedding er eitt fremsta fyrirtæki landsins sem tekur að sér að skipuleggja brúðkaup fyrir erlenda ferðamenn.
Ef þú hefur áhuga á að vinna mögulega skemmtilegust vinnu í heimi þá er þetta fyrir þig..!
Undanfarin ár höfum við fyrst og fremst sérhæft okkur í að skipuleggja brúðkaup fyrir erlenda ferðamenn. Við höfum skipulagt yfir 200 brúðkaup og höfum átt mjög farsælan feril á þessum markaði og fengið mikið lof frá viðskiptavinum fyrir framúrskarandi þjónustu.
Jafnframt höfum við þróað sérstöðu á markaðnum með "online" vöru sem aðstoðar við alla skipulagningu og minnkar vinnuna ásamt því að bæta framlegðina við hvert brúðkaup. Með þessu er hægt að skipuleggja fleiri brúðkaup per starfsmann en á sama tíma veita mjög góða þjónustu. Einnig er auðvelt að skala þjónustuna upp.
Luxwedding vinnur með ákveðnum birgjum sem eru lykillinn að því að veita framúrskarandi þjónustu.
Við höfum mjög gott og straumlínulagað söluferli sem hjálpar til við alla sölu.
Mikil tækifæri felast í rekstrinum fyrir aðila sem þekkja inn á ferðaþjónustu eða hafa áhuga og þekkingu á markaðsmálum.
Rekstrarleyfi frá Ferðamálastofu fylgir, þ.e. Ferðasali dagsferða.
Heimasíða og kennitala fylgir ásamt síðum á samfélagsmiðlum.
Möguleiki er að fá glærukynningu senda í tölvupósti ef áhugi er fyrir kaupum.
25.000.000 - 50.000.000
Ferðaþjónusta
2 - 4
31.5.2016
Ástæða fyrir sölu
Vil minnka við mig vinnu og langar því til að kanna möguleikann á sölu.